Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir verður áfram hjá norska félaginu Rosenborg en hún framlengdi samning sinn í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Selma var ekkert með Rosenborg á þessu ári vegna meiðsla, en segist vera að snúa aftur á völlinn.
Hún var mikilvæg í liði Rosenborg sem varð bikarmeistari árið 2023 og veitti Vålerenga gríðarlega samkeppni, en hún gekk fyrst í raðir félagsins árið 2022.
Selma fór til Nürnberg á síðasta ári en sneri aftur til Rosenborg fyrir nýafstaðið tímabil.
Miðjumaðurinn knái hefur nú framlengt dvöl sína hjá Rosenborg og segist ekki geta beðið eftir að koma sér aftur á völlinn.
„Mér fannst það eina rétta í stöðunni að framlengja samning minn við Rosenborg. Ég hef verið að glíma við meiðsli undanfarið, en ég er að snúa aftur á völlinn. Þess vegna tel ég réttast að gera það hér í Rosenborg. Liðið er komið með ný og stór markmið, og hlakka ég til að vera hluti af því,“ sagði Selma Sól.
„Árið hefur verið krefjandi hjá Selmu. Við höfum óbilandi trú hugarfari. Hún er með hugarfar sigurvegarans og kröfur hennar í hversdagslífinu mun hjálpa liðinu að því að vinna leiki á næstu leiktíð. Við erum spennt fyrir því að sjá sendingarnar hennar, afgreiðslurnar og vinnusiðferði árið 2026,“ sagði Mads Pettersen, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg.
Athugasemdir



