Arne Slot og Mohamed Salah munu funda nú í morgunsárið og mun niðurstaðan úr því samtali ráða því hvort að Salah verði í leikmannahóp liðsins á morgun.
Mikið hefur gustað Salah eftir að hann fór í umdeilt viðtal um síðustu helgi. Í kjölfarið var hann ekki valinn í leikmannahóp liðsins í Meistaradeildinni.
Slot spurður út í nýjustu tíðindi á blaðamannafundi liðsins í morgun.
Mikið hefur gustað Salah eftir að hann fór í umdeilt viðtal um síðustu helgi. Í kjölfarið var hann ekki valinn í leikmannahóp liðsins í Meistaradeildinni.
Slot spurður út í nýjustu tíðindi á blaðamannafundi liðsins í morgun.
„Við ákváðum sem félag, ég þar á meðal, að taka hann ekki með til Mílanó. Ákvörðunin um að láta leikmann spila eða hafa hann í hópnum er alfarið mín.“
Slot var því næst spurður hvort að hann vilji að Salah verði áfram.
„Ég hef engar ástæður til að vilja ekki að hann verði áfram. Þetta félag hefur unnið marga leiki með hann innanborðs.“
Fundað um stöðu mála
Slot var spurður hvort að Salah myndi koma við sögu um helgina.
„Ég mun ræða við Mo núna í fyrramálið og niðurstaðan úr því samtali ræður því hvernig staðan verður á morgun. Ég held að næst þegar ég tala um Mo ætti það að vera við hann en ekki hérna inni.
Þið (blaðamenn) getið haldið áfram að reyna en það er ekki mikið meira um þetta að segja. Eftir Sunderland-leikinn hafa átt sér stað mörg samtöl milli fulltrúa hans og okkar, sem og samtöl á milli okkar tveggja.“
Athugasemdir




