Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Stefáns Teits í þriggja leikja bann fyrir ósæmilega hegðun
Mynd: EPA
Paul Heckingbottom, stjóri Preston North End, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska fótboltasambandinu fyir ósæmilega hegðun í garð dómara.

Umrætt atvik átti sér stað fyrir leik Preston gegn Watford í nóvember en hann lét þar vel valin og ósæmilega orð falla í garð dómara.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Mamadou Doumbia jafnaði metin fyrir Watford.

Heckingbottom gekkst við kærinu frá enska fótboltasambandinu og var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða 10 þúsund pund í sekt ásamt því að vera dæmdur í þriggja leikja bann.

Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem Heckingbottom er dæmdur í bann, en hann fékk tveggja leikja bann í febrúar, sem var einmitt líka í kringum leikinn við Watford og síðan aftur í maí.

Heckingbottom verður ekki á hliðarlínunni í leikjunum gegn Oxford, Norwich og Stoke City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner