Úlfarnir eru mögulega lélegasta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir eru bara með tvö stig og hafa litið hrikalega illa út.
Leikur þeirra hefur ekkert batnað eftir að Rob Edwards tók við stjórnartaumunum. Edwards hætti með Middlesbrough sem var í toppbaráttu Championship til að taka við dauðadæmdum Úlfum.
Leikur þeirra hefur ekkert batnað eftir að Rob Edwards tók við stjórnartaumunum. Edwards hætti með Middlesbrough sem var í toppbaráttu Championship til að taka við dauðadæmdum Úlfum.
„Ég bara skil ekki hvað Rob Edwards var að pæla," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar rætt var um Úlfana í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.
„Talandi um að kasta sér fyrir rútuna. Hann er með ömurlegt lið í höndunum og hann er ekki að fara að bjarga einu né neinu."
Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir



