Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 16:25
Elvar Geir Magnússon
Þreyttur á spurningum um stöðuna á Solanke
Mynd: EPA
Dominic Solanke, sóknarmaður Tottenham, hefur ekki spilað síðan í ágúst vegna ökklameiðsla. Meiðslin reyndust verri en talið var í fyrstu og hann gekkst undir aðgerð í nóvember.

Thomas Frank, stjóri Tottenham, er orðinn þreyttur á sífelldum spurningum á fréttamannafundum um stöðuna á Solanke.

„Hann er kominn aftur út á grasið og er í einstaklingsæfingum. Það hefur tekið tíma að losna við þessi meiðsli. Ég mun láta ykkur vita þegar hann byrjar að æfa að fullu," segir Frank.

„Ég svara alltaf spurningum um stöðuna á honum en ég er samt orðinn frekar þreyttur á þeim."
Athugasemdir
banner
banner