Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 12. desember 2025 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fyrsta tap Leipzig í rúman mánuð
Union vann toppbaráttulið Leipzig
Union vann toppbaráttulið Leipzig
Mynd: EPA
Union Berlin 3 - 1 RB Leipzig
1-0 Oliver Burke ('57 )
1-1 Tidiam Gomis ('60 )
2-1 Ilyas Ansah ('64 )
3-1 Tim Skarke ('90 )

RB Leipzig tapaði fyrsta leik sínum í rúman mánuð er liðið lá fyrir Union Berlín, 3-1, í 14. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Leipzig-menn voru hátt uppi eftir 6-0 stórsigur á Eintracht Frankfurt í síðustu umferð þar sem Yan Diomande skoraði þrennu, en það var ekki alveg sami bragur á þeim í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Union-menn tóku forystuna á 57. mínútu er skoski sóknarmaðurinn Oliver Burke skoraði með laglegu skoti en forysta þeirra varði aðeins í þrjár mínútur.

Varamaðurinn Tidiam Gomis jafnaði metin fyrir Leipzig en Union svaraði um hæl með marki Ilyas Ansah.

Á lokamínútunum gerði Tim Skarke út um leikinn og kom Union aftur á sigurbraut. Leipzig varð þarna á í titilbaráttunni en liðið er með 29 stig, átta stigum á eftir toppliði Bayern München á meðan Union er í 8. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner
banner