Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fös 12. desember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham reynir að selja Bissouma - Gætu þurft að framlengja samninginn
Mynd: EPA
Tottenham ætlar að gera allt til að selja vandræðagemlinginn Yves Bissouma í janúar.

Bissouma kom sér aftur í vandræði á dögunum fyrir að neyta hlátursgas. Hann kom sér í vandræði fyrir sama athæfi fyrir rúmu ári síðan.

Hann var nálægt því að ganga til liðs við Fenerbahce í sumar áður en hann meiddist. Búist er við því að áhugi tyrkneska liðsins verði áfram til staðar í næsta mánuði.

Ef Tottenham nær ekki að selja hann í janúar gæti félagið virkjað 12 mánaða framlengingu í samningnum hans. Félagið vill fá eins mikið og mögulegt er fyrir hann. Bissouma gekk til liðs við félagið frá Brighton fyrir 25 milljónir punda árið 2022.

Samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar.
Athugasemdir
banner