Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 17:45
Elvar Geir Magnússon
Vardy leikmaður mánaðarins á Ítalíu - Að verða 39 ára
Mynd: EPA
Jamie Vardy var valinn leikmaður nóvembermánaðar í ítölsku A-deildinni. Hann verður 39 ára í næsta mánuði.

Vardy gekk í raðir Cremonese í byrjun tímabilsins og er hann fyrsti enski leikmaðurinn sem valinn er leikmaður mánaðarins á Ítalíu síðan verðlaunin voru sett á laggirnar 2019.

Cremonese er í níunda sæti í ítölsku A-deildinni og hefur Vardy skorað fjögur mörk í tíu deildarleikjum á tímabilinu.

Vardy er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Leicester en þar var hann í þrettán ár og var baneitraður þegar Leicester vann óvænta meistaratitilinn 2016.

Massimiliano Allegri, stjóri AC Milan, hefur verið valinn stjóri mánaðarins. Það er svaðaleg spenna í toppbaráttunni á Ítalíu en Milan er á toppnum á betri markatölu en Napoli.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Lecce 15 3 5 7 10 19 -9 14
17 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
18 Pisa 15 1 8 6 10 19 -9 11
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner