Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fös 12. desember 2025 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Bayern til Palace?
Fer Sacha Boey (t.v.) til Palace?
Fer Sacha Boey (t.v.) til Palace?
Mynd: EPA
Franski bakvörðurinn Sacha Boey gæti verið á leið til Crystal Palace í næsta mánuði ef marka má grein Mirror í kvöld.

Boey er 24 ára gamall hægri bakvörður sem var keyptur til Bayern á síðasta ári.

Hann gæti verið falur fyrir litlar 13 milljónir punda í janúarglugganum og er Palace búið að setja hann á óskalistann.

Mirror segir að Palace vilji fá meiri breidd í bakvarðarstöðuna í ljósi þess að Daniel Munoz er að glíma við meiðsli og þá er erfitt að treysta á leikform Nathaniel Clyne sem er 34 ára gamall.

Palace er einnig í viðræðum við Oliver Glasner, stjóra liðsins, um nýjan samning en núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið og mun Palace þurfa að styrkja hópinn til þess að sannfæra hann um að halda áfram með liðið.

Samkvæmt ensku miðlunum er Palace einnig að skoða velska vængmanninn Brennan Johnson, sem er á mála hjá Tottenham, og gæti glugginn hjá bikarmeisturunum orðið mjög spennandi.
Athugasemdir
banner
banner