Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   lau 13. febrúar 2021 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Berg fær sjö - „Stórkostleg tækni"
Jóhann Berg Guðmundsson fær sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína í 3-0 sigri Burnley á Crystal Palace í dag, leikið var á Selhurst Park sem er heimavöllur Palace.

Jói kom Burnley yfir snemma leiks með laglegu marki og var þetta í öðrum leiknum í röð sem hann skorar, í fyrsta sinn sem hann nær því í úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg kláraði gríðarlega vel eftir að hafa fengið boltann í teignum. Marki má sjá með því að smella hér.

Það var Jaquob Crooke sem gaf Jóa einkunnina en hann fjallaði um leikinn fyrir lancs.live.

Leikmenn Burnley fengu á bilinu 7-9 í einkunn fyrir sína frammistöðu. Ben Mee og Matthew Lowton fengu hæstu einkunnina.

„Frábær yfirvegun þegar Jói kláraði í þeim kringumstæðum sem hann var í. Stórkostleg tækni! Hann var síógnandi og réði Patrick Van Aanholt illa við hann í leiknum," skrifaði Crooke um Jóa.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 15 7 +8 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 10 -1 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner