Jóhann Berg Guðmundsson er búinn að skora fyrir Burnley gegn Crystal Palace.
Jóhann Berg kláraði gríðarlega vel eftir að hafa fengið boltann í teignum.
Íslenski landsliðsmaðurinn er núna búinn að skora í tveimur leikjum í röð en hann gerði einnig mark gegn Aston Villa í síðasta deildarleik. Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhann Berg skorar í tveimur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni, en áður en hann skoraði í síðasta leik hafði hann farið í gegnum 21 leik í deildinni án þess að skora mark.
Jóhann Berg er búinn að jafna sig af erfiðum meiðslum og er kominn á fulla ferð sem er mikið gleðiefni varðandi landsleikina þrjá í undankeppni HM í næsta mánuði.
Jói Berg kemur Burnley yfir á móti C. Palace!
— Síminn (@siminn) February 13, 2021
Tvö mörk í tveimur síðustu leikjum hjá @Gudmundsson7
Okkar maður! pic.twitter.com/WuDRrByZnn
Athugasemdir