Eggert Aron Guðmundsson er á leið til norska félagsins Brann en það er Göteborgs-Posten sem greinir frá þessu í dag. Brann er að kaupa hann af Elfsborg sem keypti hann frá Stjörnunni fyrir rétt rúmlega ári síðan.
„Eggert hefur fengið leyfi til að heimsækja annað félag. Ég get ekki sagt meira á þessum tímapunkti," segir Stefan Andreasson sem er íþróttastjóri Elfsborg.
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann, tók við starfinu í síðasta mánuði og virðist þjálfarinn vera að fá annan Íslending í félagið.
„Eggert hefur fengið leyfi til að heimsækja annað félag. Ég get ekki sagt meira á þessum tímapunkti," segir Stefan Andreasson sem er íþróttastjóri Elfsborg.
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann, tók við starfinu í síðasta mánuði og virðist þjálfarinn vera að fá annan Íslending í félagið.
Eggert kom einungis við sögu í sjö deildarleikjum, og alls ellefu leikjum, á síðasta tímabili en meiðsli settu sitt strik í reikninginn en þjálfari liðsins virtist líka frekar vilja nota aðra leikmenn. Samkvæmt GP er kaupverðið rétt rúmlega 5 milljónir sænskra króna, eða um 65 milljónir íslenskra króna, og er búist við því að kaupin gangi í gegn á næstu dögum.
Eggert Aron er 21 árs miðjumaður sem átti frábært tímabil 2023 með Stjörnunni. Hann var valinn í íslenska A-landsliðið fyrir æfingaleiki í janúar 2024 og var í sama mánuði seldur til Elfsborg. Eggert á að baki tvo A-landsleiki og 23 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er ennþá gjaldgengur í U21 landsliðið.
Leikmannahópur Brann er sem stendur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Norska deildin byrjar í lok mars.
Athugasemdir