Breiðablik 3-0 KV
1-0 Jason Daði Svanþórsson
2-0 Jason Daði Svanþórsson
3-0 Jason Daði Svanþórsson
Breiðablik og KV áttust við í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Blikar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í undan úrslit.
Breiðablik er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitlinum í sumar en KV vann sér sæti í Lengjudeildinni í sumar með því að enda í 2. sæti í 2. deild síðasta sumar.
Staðan í leiknum í dag var markalaus í hálfleik. Það var ekki fyrr en á 81. mínútu sem Jason Daði kom Blikum yfir. Setti boltann út við stöng með skoti af vítateigslínunni.
Hann skoraði aftur þremur mínútum síðar, nánast eins mark nema hann setti boltann hægra megin í þetta sinn. Í uppbótartíma fékk Breiðablik vítaspyrnu. Jason steig á punktinn en spyrnan varin. Hann fylgdi á eftir og fullkomnaði þrennuna.
Breiðablik þarf því að treysta á að Stjarnan og ÍA skilji jöfn til að komast í undanúrslitin. Stjarnan og ÍA mætast á morgun.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |