Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 13. mars 2022 17:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Jason Daði sökkti KV í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3-0 KV
1-0 Jason Daði Svanþórsson
2-0 Jason Daði Svanþórsson
3-0 Jason Daði Svanþórsson

Breiðablik og KV áttust við í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Blikar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í undan úrslit.


Breiðablik er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitlinum í sumar en KV vann sér sæti í Lengjudeildinni í sumar með því að enda í 2. sæti í 2. deild síðasta sumar.

Staðan í leiknum í dag var markalaus í hálfleik. Það var ekki fyrr en á 81. mínútu sem Jason Daði kom Blikum yfir. Setti boltann út við stöng með skoti af vítateigslínunni.

Hann skoraði aftur þremur mínútum síðar, nánast eins mark nema hann setti boltann hægra megin í þetta sinn. Í uppbótartíma fékk Breiðablik vítaspyrnu. Jason steig á punktinn en spyrnan varin. Hann fylgdi á eftir og fullkomnaði þrennuna.

Breiðablik þarf því að treysta á að Stjarnan og ÍA skilji jöfn til að komast í undanúrslitin. Stjarnan og ÍA mætast á morgun.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner