Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 13. apríl 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum þjálfari Liverpool hefur ekki trú á endurkomu á morgun
Pako Ayestaran, fyrrum þjálfari hjá Liverpool, hefur ekki trú á því að Liverpool nái endurkomu annað kvöld þegar liðið tekur á móti Real Madrid á Anfield.

Real vann fyrri leikinn 3-1 á Spáni og telur að spænska liðið komist í undanúrslitin.

Ayestaran var aðstoðarmaður Rafa Benítez og starfaði fyrir Liverpool þegar liðið vann Meistaradeldina 2005.

„Real Madrid hagnast mikið á því að Anfield verður tómur. Andrúmsloftið sem myndast þarna þegar völlurinn er fullur í mikilvægum leikjum virkar sem öflug vítamínsprauta," segir Aystaran.

„Það er aldrei auðvelt að koma á Anfield en það eru jákvæðir straumar með Real Madrid. Á miðjunni eru þeir með leikmenn á borð við Casemiro, Kroos og Modric sem eru búnir að vera í góðum gír."
Hvernig fer Liverpool - Everton á laugardag?
Athugasemdir
banner