Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Manchester-liðin þurfa þrjú stig
Í dag hefst 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester-liðin þurfa bæði að vinna.

Newcastle United og Tottenham mætast klukkan 11:30. Tottenham er í ágætri stöðu í Meistaradeildarbaráttunni, en það gæti farið svo að England fái auka sæti í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Eins og staðan er núna er Tottenham og Aston Villa með ellefu stiga forystu á Manchester United sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Brentford mætir botnliði Sheffield United klukkan 14:00 en á sama tíma mætast Burnley og Brighton á meðan Englandsmeistarar Manchester City fá Luton í heimsókn á Etihad. Það er alger skyldusigur hjá Man City, sem er í titilbaráttu við Arsenal og Liverpool.

Nottingham Forest mætir þá Wolves áður en Bournemouth tekur á móti Manchester United.

Ef Man Utd tapar gegn Bournemouth í dag þá er von liðsins um að komast í Meistaradeild lítil sem engin. Bournemouth hefur spilað vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu sex deildarleikjum sínum.

Leikir dagsins:
11:30 Newcastle - Tottenham
14:00 Brentford - Sheffield Utd
14:00 Burnley - Brighton
14:00 Man City - Luton
14:00 Nott. Forest - Wolves
16:30 Bournemouth - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner