Besta deildin byrjaði að rúlla um síðustu helgi og það er vel við hæfi að sterkasti leikmaður 1. umferðar, Karl Friðleifur Gunnarsson úr Víkingi, spái í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.
Svona spáir Karl Friðleifur leikjum helgarinnar:
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.
Svona spáir Karl Friðleifur leikjum helgarinnar:
Newcastle 3 - 1 Tottenham (11:30 á morgun)
Þetta verður þriðji sigur Newcastle í röð. Ég mun seint spá Spurs sigri sem Arsenal maður. Romeo fær rautt, Alexander Ísak setur tvö og Anthony Gordon eitt.
Brentford 3 - 1 Sheffield United (14:00 á morgun)
Thomas Frank verður að fara setja minn mann Hákon Valdimarsson í byrjunarliðið. Ivan Toney og Mbuemo sjá um markaskorun í þessum leik. Sheffield á ekkert erindi í þessari deild.
Man City 6 - 0 Luton (14:00 á morgun)
Luton gera sér ferð í Colosseum enska boltans. Þeim verður slátrað. Foden og Haaland setja báðir þrennu.
Nottingham Forest 1 - 1 Wolves (14:00 á morgun)
Hundleiðinlegur leikur sem endar með jafntefli. Ég og Wolves samfélagið söknum að horfa á Pedro Neto spila fótbolta, myndi spá Wolves sigri ef hann væri ekki meiddur.
Burnley 1 - 3 Brighton (14:00 á morgun)
Jói Berg endurheimtir sætið sitt í byrjunarliðinu og skorar en það verður ekki nóg þar sem Danny Welbeck skorar tvö og Þýska vélin Pascal Gros skorar eitt og hleypur yfir Burnley.
Bournemouth 1 - 3 Man Utd (16:30 á morgun)
Mainoo og Garnacho eru ballers og sjá um Bournemouth.
Liverpool 3 - 3 Crystal Palace (13:00 á sunnudag)
Opinn og skemmtilegur leikur. Liverpool misstígur sig annan leikinn í röð. Eze og Olise munu valda Liverpool vandræðum.
West Ham 1 - 3 Fulham (13:00 á sunnudag)
Evrópudeildar þreyta í West Ham. Fulham er ekkert lamb til að leika sér við. Gömlu Arsenal mennirnir Willian og Iwobi skora báðir.
Arsenal 3 - 0 Aston Villa (15:30 á sunnudag)
Arteta mun drilla varnarleikinn eftir klaufalega frammistöðu á móti Bayern í Meistaradeildinni. Saka, Gabriel jesus og Trossard sjá um markaskorun í þessum leik.
Chelsea 3 - 1 Everton (19:00 á mánudag)
Cole Palmer er einn af svölustu leikmönnum heims í dag. Það er hrein unun að horfa á hann spila fótbolta. Skorar tvö og leggur upp eitt.
Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Magnús Már Einarsson (5 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Nablinn (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 18 | 10 | 5 | 3 | 38 | 21 | +17 | 35 |
3 | Nott. Forest | 18 | 10 | 4 | 4 | 24 | 19 | +5 | 34 |
4 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
5 | Newcastle | 18 | 8 | 5 | 5 | 30 | 21 | +9 | 29 |
6 | Bournemouth | 18 | 8 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 29 |
7 | Man City | 18 | 8 | 4 | 6 | 30 | 26 | +4 | 28 |
8 | Fulham | 18 | 7 | 7 | 4 | 26 | 23 | +3 | 28 |
9 | Aston Villa | 18 | 8 | 4 | 6 | 26 | 29 | -3 | 28 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 18 | 7 | 2 | 9 | 39 | 26 | +13 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | West Ham | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 30 | -7 | 23 |
14 | Man Utd | 18 | 6 | 4 | 8 | 21 | 23 | -2 | 22 |
15 | Everton | 17 | 3 | 8 | 6 | 15 | 22 | -7 | 17 |
16 | Crystal Palace | 18 | 3 | 8 | 7 | 18 | 26 | -8 | 17 |
17 | Wolves | 18 | 4 | 3 | 11 | 28 | 40 | -12 | 15 |
18 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 18 | 1 | 3 | 14 | 11 | 37 | -26 | 6 |
Athugasemdir