Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. júní 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ekki mikil bjartsýni fyrir leikinn í kvöld
Frá landsliðsæfingu í gær.
Frá landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Ísrael verður klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í kvöld.

Ísrael er á toppi riðilsins með 4 stig. Ísland er í öðru sæti með 2 stig og á tvo leiki eftir, leikinn í kvöld og útileik gegn Albaníu í september.

Ef Ísland tapar í kvöld er möguleiki strákanna okkar á því að enda í efsta sæti riðilsins, og komast þar með upp í A-deild, horfinn.

Aðeins þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar falla sjálfkrafa niður í C-deild og hin liðin því örugg.

Um 55% lesenda Fótbolta.net spá því að Ísland tapi í kvöld og missi þar með af möguleika á efsta sætinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner