„Eðlilega bara mjög svekktur að hafa tapað leiknum .“ Þetta sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar eftir tap gegn Aftureldingu í kvöld.
„Ég get svo sem ekki kvartað yfir spilamennskunni. Mér fannst við gera jafn mikið, ef ekki meira en Afturelding. Þetta var svona kaflaskiptur leikur. Þeir áttu sín móment og við okkar.“
„Mjög erfitt lið, mjög sterkt lið, vel spilandi þannig að ég vissi alveg að það kæmu kaflar þar sem að yrði erfitt að klukka og elta þá og það var kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir náðu að sýna sinn besta leik.“ Sagði Sigurvin aðspurður um lið Aftureldingar.
„Ég er stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum, þeir spiluðu mjög vel og létu boltann ganga. Bjuggum til fullt af góðum stöðum og fullt af færum.“
Þróttur á leik gegn Keflavík í næstu viku. „Er ekki Keflavík alltaf Keflavík í Keflavík.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.