Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   mán 13. júlí 2020 21:57
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Menn skulu varast að dæma okkur af þessum leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn þjálfari Blika sá sína menn í fyrsta sinn tapa leik þegar þeir mættu á Meistaravelli í kvöld.  KR skoruðu 2 mörk á fyrstu mínútunum og teiknuðu handrit leiksins upp þar.

"Það má færa sterk rök fyrir því. Það væri örugglega hægt að finna 20 - 30 skýringar á því en ég er ekki með þær á takteinunum. Við bara vorum ekki klárir. Á móti liði eins og KR þá verður þér sennilega refsað fyrir það og við fengum það í andlitið. Mér fannst við vera að komast yfir þá brekku en þriðja markið drepur leikinn."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik var í þeirri skondnu stöðu í kvöld þriðja leikinn í röð að spila við lið sem er að koma úr lengra hléi vegna Covid19.  Hafði það áhrif?

"Eðli málsins samkvæmt er sjálfsagt betra að fá 9 daga hlé en spila þrjá leiki á sama tíma. Ég upplifði það að mínir menn væru þreyttir og orkulausir en ég ætla ekki að kenna því um.

KR vann mótið í fyrra með 14 stigum og í mínum huga var það alltaf ljóst að þeir eru liðið sem þarf að vinna til að ná titlinum. Þeir eiga eftir að koma á Kópavogsvöllinn og á fleiri staði.  Þetta er flókin deild og mörg góð lið, miklu fleiri en margir vilja meina."


Fyrsti tapleikur hans sem þjálfari Breiðabliks, gaf hann honum upplýsingar um sitt lið sem hann ekki hefur séð hingað til í mótinu.

"Auðvitað sérðu einhverja hluti en fyrst og síðast sérðu að þetta eru menn sem eru búnir að leggja mikið á sig og menn skulu varast að dæma þá á frammistöðu þessa leiks og kasta þeim fyrir strætó."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner