Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mán 13. júlí 2020 21:57
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Menn skulu varast að dæma okkur af þessum leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn þjálfari Blika sá sína menn í fyrsta sinn tapa leik þegar þeir mættu á Meistaravelli í kvöld.  KR skoruðu 2 mörk á fyrstu mínútunum og teiknuðu handrit leiksins upp þar.

"Það má færa sterk rök fyrir því. Það væri örugglega hægt að finna 20 - 30 skýringar á því en ég er ekki með þær á takteinunum. Við bara vorum ekki klárir. Á móti liði eins og KR þá verður þér sennilega refsað fyrir það og við fengum það í andlitið. Mér fannst við vera að komast yfir þá brekku en þriðja markið drepur leikinn."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik var í þeirri skondnu stöðu í kvöld þriðja leikinn í röð að spila við lið sem er að koma úr lengra hléi vegna Covid19.  Hafði það áhrif?

"Eðli málsins samkvæmt er sjálfsagt betra að fá 9 daga hlé en spila þrjá leiki á sama tíma. Ég upplifði það að mínir menn væru þreyttir og orkulausir en ég ætla ekki að kenna því um.

KR vann mótið í fyrra með 14 stigum og í mínum huga var það alltaf ljóst að þeir eru liðið sem þarf að vinna til að ná titlinum. Þeir eiga eftir að koma á Kópavogsvöllinn og á fleiri staði.  Þetta er flókin deild og mörg góð lið, miklu fleiri en margir vilja meina."


Fyrsti tapleikur hans sem þjálfari Breiðabliks, gaf hann honum upplýsingar um sitt lið sem hann ekki hefur séð hingað til í mótinu.

"Auðvitað sérðu einhverja hluti en fyrst og síðast sérðu að þetta eru menn sem eru búnir að leggja mikið á sig og menn skulu varast að dæma þá á frammistöðu þessa leiks og kasta þeim fyrir strætó."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner