Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 13. júlí 2020 21:57
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Menn skulu varast að dæma okkur af þessum leik
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn þjálfari Blika sá sína menn í fyrsta sinn tapa leik þegar þeir mættu á Meistaravelli í kvöld.  KR skoruðu 2 mörk á fyrstu mínútunum og teiknuðu handrit leiksins upp þar.

"Það má færa sterk rök fyrir því. Það væri örugglega hægt að finna 20 - 30 skýringar á því en ég er ekki með þær á takteinunum. Við bara vorum ekki klárir. Á móti liði eins og KR þá verður þér sennilega refsað fyrir það og við fengum það í andlitið. Mér fannst við vera að komast yfir þá brekku en þriðja markið drepur leikinn."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik var í þeirri skondnu stöðu í kvöld þriðja leikinn í röð að spila við lið sem er að koma úr lengra hléi vegna Covid19.  Hafði það áhrif?

"Eðli málsins samkvæmt er sjálfsagt betra að fá 9 daga hlé en spila þrjá leiki á sama tíma. Ég upplifði það að mínir menn væru þreyttir og orkulausir en ég ætla ekki að kenna því um.

KR vann mótið í fyrra með 14 stigum og í mínum huga var það alltaf ljóst að þeir eru liðið sem þarf að vinna til að ná titlinum. Þeir eiga eftir að koma á Kópavogsvöllinn og á fleiri staði.  Þetta er flókin deild og mörg góð lið, miklu fleiri en margir vilja meina."


Fyrsti tapleikur hans sem þjálfari Breiðabliks, gaf hann honum upplýsingar um sitt lið sem hann ekki hefur séð hingað til í mótinu.

"Auðvitað sérðu einhverja hluti en fyrst og síðast sérðu að þetta eru menn sem eru búnir að leggja mikið á sig og menn skulu varast að dæma þá á frammistöðu þessa leiks og kasta þeim fyrir strætó."

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner
banner