Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 13. júlí 2024 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Aftureldingu í sumar.
Úr leik hjá Aftureldingu í sumar.
Mynd: Raggi Óla
„Á lykilmómentum verjumst við ekki nógu vel. Það á ekki bara við um varnarlínuna, heldur bara liðið í heild. Við erum ekki að setja pressu á boltann, erum að fá boltann aftur fyrir okkur, erum illa stilltir í línunni og ekki nógu grimmir. Það fer með þennan leik," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-3 tap gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

„Fyrstu 20 mínúturnar eru bæði lið að skapa sér færi og við öllu líklegri ef eitthvað er. Þeir fá mjög ódýra vítaspyrnu sem er aldrei vítaspyrna og þeir komast í 1-0. Það getur gerst en þessi mörk númer tvö og þrjú, ég er ógeðslega óánægður með þau. Eftir það verjast Þórsarar vel og við náum ekki að skapa okkur mikið."

Þórsarar komust yfir með marki úr vítaspyrnu en Maggi var ekki sáttur við þann dóm.

„Pétur leyfir mikla hörku eins og sást í dag. Ég fatta ekki hvernig hann fékk víti úr þessu. Þetta er mjög úr karakter hjá honum sem dómara. Hann sem gamall varnarmaður hefði verið trylltur ef hann hefði fengið þetta víti á sig."

„Það fór samt ekki með leikinn. Við skorum ekki og við þurfum að líta inn á við, og gera betur. En það hjálpaði okkur ekki að þetta víti var dæmt."

Staðan var 0-3 í hálfleik og Maggi tók hárblásara í hálfleik. Hann tók svo þrefalda skiptingu.

„Já, algjörlega. Það er eitt að fá á sig mörk en þegar menn eru einhvern veginn áhorfendur í mörkunum, það er bara ekki hægt. Að sjálfsögðu lét ég menn heyra það. Ég hefði getað gert fleiri breytingar. Við hefðum allir getað gert betur í fyrri hálfleik."

Þetta er annar leikurinn í röð sem Afturelding tapar 3-0 en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Mosfellingar eru í níunda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæði.

„Við erum miklu betra lið en við sýndum í dag og í síðasta leik. Við þurfum að kafa mjög djúpt og finna okkar eðlilegu spilamennsku. Ég sé á æfingu í hverri viku hversu góðir við erum og ég hef séð það í fullt af köflum í sumar. Við þurfum að framkalla það oftar og ekki gleyma okkur á lykilaugnablikum. Við þurfum að laga það og gera það strax."

„Við þurfum að fara að vinna leiki, það er augljóst. Við þurfum að gera betur. Það er ekki þannig að þetta hafi verið svartnætti í 90 mínútur í öllum þessum leikjum. Alls ekki. Það hafa verið fínir spilkaflar en við þurfum að hafa þá lengri og við þurfum að standa það af okkur þegar hin liðin eru að sækja. Við þurfum að verjast betur sem lið. Ég er fullviss um að það sé bullandi trú í strákunum. Liðsheildin er það öflug að ég er viss um að við munum snúa þessu en við þurfum að gera það hratt."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner