Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fös 13. október 2023 22:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Gæsahúð um allan líkamann og mikið stolt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar; ánægður með markið og svekktur með úrslitin," sagði Orri Steinn Óskarsson, markaskorari íslenska landsliðsins, eftir jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld.

Markið kom í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Arnóri Sigurðssyni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

„Bara framherjamark, maður verður að koma sér inn í teiginn og ég sá að Hákon og Arnór voru búnir að spila vel fram. Ég tók bara sprettinn og var réttur maður á réttum stað."

„Ótrúleg, gæsahúð um allan líkamann og mikið stolt, það var ótrúlegt."


Íslenska liðið var að spila frábærlega í fyrri hálfleik og fremstu menn að tengja vel saman. Hvernig var að vera hluti af því?

„Það er auðvitað bara geggjað þegar sóknarlínan er að fúnkera og samböndin eru að smella saman. Það var mjög góð tilfinning og auðveldar alla hlutina. Við vorum líka að ná að stjórna þeim með pressunni okkar og náum að ýta þeim alla leið niður á þeirra vallarhelming."

Hvað breytist svo?

„Það er erfitt að segja, það var stundum aðeins of langt á milli okkar og þeir náðu upp einhverju spili. Þá þurftum við að fara að hlaupa meira og þá verður þetta auðvitað erfiðara fyrir okkur. Síðan var þetta svekkjandi mark í byrjun seinni hálfleiks. Já, það má alveg segja það (kjaftshögg). Gerðist í byrjun seinni hálfleiks og við erum nýkomnir með vindinn í andlitið á okkur. Það var þungt."

Orri var tekinn af velli um miðbik seinni hálfleiks. „Að sjálfsögðu svekktur, langar alltaf að spila 90 mínútur. Það er bara eins og það er, ég treysti Åge alltaf og hann tekur ákvarðanirnar," sagði Orri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir