Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   fös 13. október 2023 22:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Gæsahúð um allan líkamann og mikið stolt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar; ánægður með markið og svekktur með úrslitin," sagði Orri Steinn Óskarsson, markaskorari íslenska landsliðsins, eftir jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld.

Markið kom í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Arnóri Sigurðssyni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

„Bara framherjamark, maður verður að koma sér inn í teiginn og ég sá að Hákon og Arnór voru búnir að spila vel fram. Ég tók bara sprettinn og var réttur maður á réttum stað."

„Ótrúleg, gæsahúð um allan líkamann og mikið stolt, það var ótrúlegt."


Íslenska liðið var að spila frábærlega í fyrri hálfleik og fremstu menn að tengja vel saman. Hvernig var að vera hluti af því?

„Það er auðvitað bara geggjað þegar sóknarlínan er að fúnkera og samböndin eru að smella saman. Það var mjög góð tilfinning og auðveldar alla hlutina. Við vorum líka að ná að stjórna þeim með pressunni okkar og náum að ýta þeim alla leið niður á þeirra vallarhelming."

Hvað breytist svo?

„Það er erfitt að segja, það var stundum aðeins of langt á milli okkar og þeir náðu upp einhverju spili. Þá þurftum við að fara að hlaupa meira og þá verður þetta auðvitað erfiðara fyrir okkur. Síðan var þetta svekkjandi mark í byrjun seinni hálfleiks. Já, það má alveg segja það (kjaftshögg). Gerðist í byrjun seinni hálfleiks og við erum nýkomnir með vindinn í andlitið á okkur. Það var þungt."

Orri var tekinn af velli um miðbik seinni hálfleiks. „Að sjálfsögðu svekktur, langar alltaf að spila 90 mínútur. Það er bara eins og það er, ég treysti Åge alltaf og hann tekur ákvarðanirnar," sagði Orri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner