Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 13. október 2023 22:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Gæsahúð um allan líkamann og mikið stolt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar; ánægður með markið og svekktur með úrslitin," sagði Orri Steinn Óskarsson, markaskorari íslenska landsliðsins, eftir jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld.

Markið kom í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf frá Arnóri Sigurðssyni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

„Bara framherjamark, maður verður að koma sér inn í teiginn og ég sá að Hákon og Arnór voru búnir að spila vel fram. Ég tók bara sprettinn og var réttur maður á réttum stað."

„Ótrúleg, gæsahúð um allan líkamann og mikið stolt, það var ótrúlegt."


Íslenska liðið var að spila frábærlega í fyrri hálfleik og fremstu menn að tengja vel saman. Hvernig var að vera hluti af því?

„Það er auðvitað bara geggjað þegar sóknarlínan er að fúnkera og samböndin eru að smella saman. Það var mjög góð tilfinning og auðveldar alla hlutina. Við vorum líka að ná að stjórna þeim með pressunni okkar og náum að ýta þeim alla leið niður á þeirra vallarhelming."

Hvað breytist svo?

„Það er erfitt að segja, það var stundum aðeins of langt á milli okkar og þeir náðu upp einhverju spili. Þá þurftum við að fara að hlaupa meira og þá verður þetta auðvitað erfiðara fyrir okkur. Síðan var þetta svekkjandi mark í byrjun seinni hálfleiks. Já, það má alveg segja það (kjaftshögg). Gerðist í byrjun seinni hálfleiks og við erum nýkomnir með vindinn í andlitið á okkur. Það var þungt."

Orri var tekinn af velli um miðbik seinni hálfleiks. „Að sjálfsögðu svekktur, langar alltaf að spila 90 mínútur. Það er bara eins og það er, ég treysti Åge alltaf og hann tekur ákvarðanirnar," sagði Orri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner