Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   lau 13. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Þór Hafstein áfram hjá Fjölni (Staðfest)
Bjarni Þór verður áfram í Grafarvogi
Bjarni Þór verður áfram í Grafarvogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Þór Hafestein hefur skrifað undir nýjan samning við Fjölni og mun því leika með liðinu í 2. deild á komandi leiktíð.

Kantmaðurinn ólst upp hjá Breiðabliki áður en hann fór til Víkings Ólafsvíkur í eitt tímabil.

Þar lék hann 19 leiki í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark áður en hann skipti yfir í Fjölni.

Hann lék 22 leiki með Fjölni og skoraði 5 mörk er Fjölnir féll niður í 2. deild í sumar.

„Bjarni er einfaldlega frábær leikmaður og gefur liðinu okkar einstök gæði. Hann er sterkur í klefanum og mikilvægur hlekkur innan innan liðsins. Þetta eru frábærar fréttir að sjá hann framlengja við liðið,“ sagði Birgir Birgisson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fjölnis, um Bjarna.
Athugasemdir
banner
banner