Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 17:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bose-bikarinn: Stjarnan hafði betur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2-0 FH
Mörk Stjörnunnar: Haukur Örn Brink og Emil Atlason

Stjarnan fékk FH í heimsókn í Bose-bikarnum í dag. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar en FH tapaði gegn KR í fyrsta leiknum.

Heimamenn í Stjörnunni fóru með sigur af hólmi en Haukur Örn Brink og Emil Atlason skoruðu mörkin í 2-0 sigri.

Síðasti leikurinn verður úrslitaleikur um sæti í úrslitum milli Stjörnunnar og KR eftir slétta viku.
Athugasemdir
banner
banner