Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. desember 2025 23:52
Ívan Guðjón Baldursson
Edwards: Þetta er ástæðan fyrir að við erum á botninum
Mynd: EPA
Mynd: Wolves
Rob Edwards þjálfari Wolves var sársvekktur eftir dramatískt tap hjá botnliði Wolves gegn toppliði Arsenal á Emirates leikvanginum í kvöld.

Úlfarnir gerðu jöfnunarmark á 90. mínútu en Arsenal náði að pota inn sigurmarki á 94. mínútu, þegar Yerson Mosquera skallaði boltann í eigið net.

„Strákarnir gáfu allt í þetta en við töpuðum öðrum fótboltaleik. Okkur leið þægilega stærsta hluta leiksins og strákarnir höfðu trú á leikplaninu. Þeir sýndu mikið hugrekki til að jafna leikinn en svo vörðust þeir ekki nógu vel stuttu síðar. Það er ástæðan fyrir að við erum á botni deildarinnar, við verðum að verja markið betur en við erum að gera," sagði Edwards.

„Ég er mjög stoltur af strákunum og þetta er verulega sárt tap. Við erum búnir að tapa alltof mörgum leikjum en ég er ánægður með frammistöðuna í dag. Ég finn til með stuðningsmönnum og vil þakka þeim fyrir að leggja í þetta ferðalag hingað á þessum tíma kvölds.

„Við setjum einbeitinguna á næsta leik og náum vonandi að snúa slæma genginu við. Við þurfum að sigra til að öðlast meira sjálfstraust."


Úlfarnir eru aðeins með tvö stig eftir 16 umferðir og ef þeir halda áfram að tapa gætu þeir bætt úrvalsdeildarmet fyrir lægsta stigafjölda í sögu keppninnar. Derby County fékk 11 stig úr deildartímabilinu 2007-08.

Tolu Arokodare skoraði jöfnunarmark Wolves í leiknum áður en þeir fengu sigurmarkið á sig og var mjög svekktur eftir lokaflautið.

„Þetta er mjög sárt, við erum alltaf að lenda í þessu. Við erum búnir að tapa alltof oft útaf því að við fáum mark á okkur á lokamínútunum. Þetta er grátlegt," sagði Arokodare meðal annars.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner