Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   lau 13. desember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Öll augu á Mo Salah
Mo Salah verður í hópnum hjá Liverpool
Mo Salah verður í hópnum hjá Liverpool
Mynd: EPA
Fjórir leikir eru spilaðir í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, en það bíða margir spenntir eftir því að sjá Mohamed Salah snúa aftur í leikmannahóp Liverpool.

Englandsmeistararnir taka á móti Brighton á Anfield klukkan 15:00.

Mohamed Salah var ekki í hópnum gegn Inter í Meistaradeildinni í vikunni eftir að hafa hraunað yfir Slot og Liverpool í viðtali eftir leikinn gegn Leeds. Salah hafði byrjað þrjá leiki í röð á bekknum og lýsti yfir óánægju sína.

Taldi hann sig ekki þurfa að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu og að hann væri notaður sem blóraböggull í slöku gengi liðsins. Slot hefur fundað með Salah síðustu daga og er nú ljóst að hann verður í leikmannahópnum í dag, en það verður að ráðast hvort hann fái mínútur.

Chelsea tekur á móti Everton á sama tíma. Gengi Chelsea hefur verið upp og ofan á meðan Everton hefur verið í góðum gír undir stjórn David Moyes.

Burnley mætir Fulham klukkan 17:30 á Turf Moor áður en topplið Arsenal spilar við botnlið Wolves klukkan 20:00 á Emirates-leikvanginum í Lundúnum.

Leikir dagsins:
15:00 Liverpool - Brighton
15:00 Chelsea - Everton
17:30 Burnley - Fulham
20:00 Arsenal - Wolves
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner