Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   lau 13. desember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Frank mun skoða markaðinn - „Engin spurning“
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham á Englandi, ætlar að styrkja hópinn í janúarglugganum.

Tottenham er í baráttu um Evrópusæti og vill Frank bæta við hópinn til að viðhalda góðum árangri.

Hann segir það svo gott sem öruggt að Tottenham muni reyna við leikmenn í næsta mánuði.

„Auðvitað. Við munum klárlega fara á markaðinn, það er engin spurning. Eins og alltaf þá viljum við fá leikmenn eins fljótt og mögulegt er. Sjáum til hvort við getum fengið þá fyrir gluggalok. Ég tel það alla vega líklegt,“ sagði Frank.

Tottenham er að skoða það að fá Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, Yan Diomande hjá Leipzig og Kobbie Mainoo hjá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner