Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengu berserksgang og Messi þurfti að yfirgefa svæðið
Mynd: EPA
'Geitarferð' (e. GOAT Tour) Lionel Messi til Indlands fór úr böndunum eftir að stuðningsmenn Argentínumannsins misstu stjórn á skapi sínu og gengu berserksgang.

Vígaleg stytta var reist af Messi í Kalkota á Indlandi fyrir svokallaða 'Geitarferð' en hann ætlaði að hitta stuðningsmenn liðsins á Salt Lake vellinum í Kalkota.

Hann var búinn að ganga um völlinn í fimm mínútur þegar hann þurftii að yfirgefa svæðið. Stuðningsmenn hans ruddust inn á völlinn og köstuðu allskonar aðskotahlutum út um allt.

Um 80 þúsund manns voru mættir til að sjá goðsögnina en skipuleggjendur hafa verið sakaðir um lélega stjórn á mannfjöldanum. Þúsundir gátu ekki séð Messi þar sem 'VIP'-gestum var gefinn betri aðgangur.


Athugasemdir
banner
banner