Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður og Bjarki byrjuðu í góðum sigrum
Mynd: Aðsent
Mynd: Venezia FC
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Evrópu, þar sem Hörður Björgvin Magnússon stóð sig vel í góðum sigri hjá Levadiakos.

Levadiakos vann 3-0 gegn AEL Larissa og er í fjórða sæti grísku deildarinnar, með 25 stig eftir 14 umferðir.

Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliði Venezia í B-deild ítalska boltans. Bjarki lék fyrstu 75 mínúturnar er Feneyingar unnu 2-0 í mikilvægum toppbaráttuslag gegn Monza.

Lúkas Petersson varði þá mark varaliðs Hoffenheim í 2-2 jafntefli við Saarbrücken í þriðju deild þýska boltans. Hoffenheim II er sjö stigum á eftir toppliði deildarinnar.

Að lokum var Jason Daði Svanþórsson ekki í leikmannahópi Grimsby Town vegna veikinda, í tapi gegn Notts County. Grimsby er um miðja deild með 27 stig eftir 20 umferðir.

Levadiakos 3 - 0 AEL Larissa

Venezia 2 - 0 Monza

Saarbrucken 2 - 2 Hoffenheim II

Grimsby 0 - 2 Notts County

Athugasemdir
banner
banner