Tveir leikir eru á dagskrá í Bose-bikarnum en spilað er í báðum riðlum mótsins.
ÍA, sem tapaði fyrir Víkingi í fyrsta leiknum, fær Fylki í heimsókn í Akraneshöllina. Þetta verður fyrsti leikur Fylkis í mótinu, en hann hefst klukkan 11:00.
Stjarnan og FH eigast þá við í Miðgarði í riðli 1, en sá leikur hefst klukkan 14:00. FH-ingar töpuðu fyrsta leiknum í riðlinum fyrir KR, 4-2.
Leikir dagsins:
11:00 ÍA - Fylkir (Akraneshöllin)
14:00 Stjarnan - FH (Miðgarði)
Athugasemdir





