Frakkinn Regis Le Bris stýrir Sunderland í fyrsta sinn í erkifjendaslag gegn Newcastle á morgun. Stuðningsmönnum Sunderland er alveg sama hvernig liðinu gengur á tímabilinu ef liðið vinnur Newcastle.
Mikill spenningur er fyrir grannaslagnum en liðin mættust síðast í deildinni í mars 2016.
Mikill spenningur er fyrir grannaslagnum en liðin mættust síðast í deildinni í mars 2016.
„Menn hafa talað um þennan leik frá því ég mætti," sagði Le Bris sem tók við Sunderland fyrir einu og hálfu ári síðan.
„Í upphafi tímabilsins sagði stuðningsmaður við mig 'Þú mátt falla ef þú vinnur Newcastle'. Ég veit ekki alveg með það, ég veit að þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir stuðningsmennina."
Sunderland hefur komið gríðarlega skemmtilega á óvart og er í 9. sæti með 23 stig, stigi á undan erkifjendunum sem eru í 12. sæti.
Athugasemdir


