Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 22:51
Ívan Guðjón Baldursson
Salah bætti met - Þriðji atkvæðamesti í sögu úrvalsdeildarinnar
Mynd: PFA
Mohamed Salah kom inn af bekknum í fyrri hálfleik í 2-0 sigri Liverpool gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann kom inn fyrir Joe Gomez sem þurfti að fara meiddur af velli.

Staðan var 1-0 þegar Salah kom inná og lagði hann upp seinna mark Liverpool. Með þessari stoðsendingu bætti hann met og varð um leið þriðji atkvæðamesti leikmaður í sögu deildarinnar þegar kemur að samanlögðum mörkum og stoðsendingum.

Salah er núna orðinn sá leikmaður sem er með flest samanlögð mörk og stoðsendingar fyrir sama félagslið frá stofnun úrvalsdeildarinnar, eða 277 talsins.

Wayne Rooney er í öðru sæti með 276 mörk og stoðsendingar fyrir Manchester United.

Salah er um leið orðinn þriðji atkvæðamesti leikmaður í sögu deildarinnar með 280 mörk og stoðsendingar, þegar tölfræði hans hjá Chelsea er talin með. Hann tekur framúr Frank Lampard, sem skoraði og lagði upp 279 sinnum í deildinni.

Salah er í þriðja sæti á eftir Wayne Rooney og Alan Shearer. Rooney er með 311 mörk og stoðsendingar í heildina og Shearer 324.
Athugasemdir
banner