Liverpool er komið með forystuna gegn Brighton á Anfield en Hugo Ekitike skoraði markið eftir aðeins 46 sekúndur.
Yankuba Minteh hreinsaði boltann frá en hann fór beint á Joe Gomez sem skallaði boltann inn fyrir vörn Brighton. Ekitike tók við boltanum og negldi honum í netið.
Yankuba Minteh hreinsaði boltann frá en hann fór beint á Joe Gomez sem skallaði boltann inn fyrir vörn Brighton. Ekitike tók við boltanum og negldi honum í netið.
Eins og fyrr segir kom markið eftir 46 sekúndur en þetta er fljótasta markið á tímabilinu til þessa. Malick Thiaw átti metið þegar hann skoraði eftir 52 sekúndur fyrir Newcastle gegn Everton í lok nóvember.
Þegar þetta er skrifað er staðan enn 1-0 fyrir Liverpool og um 20 mínútur liðnar af leiknum.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir



