Mohamed Salah er í leikmannahópi Liverpool sem mætir Brighton í dag. Hann hafði setið á bekknum í þremur leikjum í röð en var síðan ekki í hópnum gegn Inter í Meistaradeildinni í vikunni eftir að hafa farið í viðtal og gagnrýnt Arne Slot harðlega.
Slot og Salah ræddu málin og sá fyrrnefndi er sáttur með stöðuna.
Slot og Salah ræddu málin og sá fyrrnefndi er sáttur með stöðuna.
„Já að sjálfsögðu, annars hefði ég líklega gert þetta öðruvísi. Hann er kominn aftur í hópinn og er á bekknum í dag," sagði Slot.
Liverpool vann Inter í vikunni en það var fjórði leikur liðsins á tíu dögum.
„Ég er stoltur því það er nánast glæpsamlegt fyrir leikmenn að spila fjóra leiki á tíu dögum. Sérstaklega þegar þú ert með 13-14 útileikmenn sem eru klárir í slaginn. Við sættum okkur við að spila marga leiki, en fjóra á tíu dögum, það er mikið fyrir leikmenn."
Athugasemdir




