Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. desember 2025 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Griezmann gerði sigurmarkið - Mallorca úr fallsæti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum, þar sem Atlético Madrid sigraði gegn Valencia í Madríd.

Koke tók forystuna í fyrri hálfleik en Lucas Beltrán jafnaði í síðari hálfleik.

Valencia hafði verið sterkara liðið í fyrri hálfleik þrátt fyrir að lenda undir en heimamenn voru hættulegri í síðari hálfleiknum og skoraði Antoine Griezmann sigurmarkið á 74. mínútu. Lokatölur 2-1 og er Atlético áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú með 34 stig eftir 17 umferðir.

Valencia er í fallbaráttu, með 15 stig eftir 16 spilaða leiki.

Mallorca var talsvert sterkara liðið á heimavelli gegn Elche og tók forystuna í fyrri hálfleik, en gestunum tókst að jafna á 21. mínútu.

Staðan hélst jöfn allt þar til á lokakaflanum þegar heimamenn skiptu um gír og skoruðu tvö mörk til að tryggja dýrmætan 3-1 sigur. Þeir komu sér þannig úr fallsæti og eiga 17 stig eftir 16 umferðir.

Atletico Madrid 2 - 1 Valencia
1-0 Koke ('17 )
1-1 Lucas Beltran ('63 )
2-1 Antoine Griezmann ('74 )

Mallorca 3 - 1 Elche
1-0 Manu Morlanes ('5 )
1-1 Pablo Maffeo ('21 , sjálfsmark)
2-1 Omar Mascarell ('82 )
3-1 Vedat Muriqi ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner