Það var fjórum leikjum að ljúka í efstu deild þýska boltans, þar sem Hoffenheim fór létt með Hamburger til að endurheimta fjórða sætið.
Leikmenn Hoffenheim skiptu mörkunum jafnt á milli sín í 4-1 sigri þar sem gestirnir frá Hamborg minnkuðu muninn undir lokin og klúðruðu svo vítaspyrnu í uppbótartíma.
Nýliðar HSV eru fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Eintracht Frankfurt er í fimmta sæti eftir sigur gegn Augsburg, tveimur stigum á eftir Hoffenheim í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ritsu Doan skoraði eina mark leiksins gegn Augsburg.
Wolfsburg lagði þá Borussia Mönchengladbach að velli í neðri hlutanum á meðan St. Pauli vann dýrmætan fallbaráttuslag gegn Heidenheim.
Hoffenheim 4 - 1 Hamburger
1-0 Grischa Promel ('8 )
2-0 Ozan Kabak ('31 )
3-0 Tim Lemperle ('65 )
4-0 Fisnik Asllani ('72 )
4-1 Rayan Philippe ('82 )
4-1 Rayan Philippe ('91, Misnotað víti)
Eintracht Frankfurt 1 - 0 Augsburg
1-0 Ritsu Doan ('68 )
Borussia M'Gladbach 1 - 3 Wolfsburg
0-1 Patrick Wimmer ('4 )
1-1 Konstantinos Koulierakis ('22 , sjálfsmark)
1-2 Mohamed Amoura ('30 )
1-3 Patrick Wimmer ('34 )
St. Pauli 2 - 1 Heidenheim
1-0 Martijn Kaars ('35 )
2-0 Martijn Kaars ('53 )
2-1 Marvin Pieringer ('64 )
Rautt spjald: Eric Smith, St. Pauli ('45)
Athugasemdir



