Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Ísak kom inn af bekknum í Leverkusen
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bayer Leverkusen 2 - 0 Köln
1-0 Martin Terrier ('66 )
2-0 Robert Andrich ('72 )

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á bekknum er Köln heimsótti Bayer Leverkusen í lokaleik dagsins í þýska boltanum.

Staðan var markalaus stærsta hluta leiksins en heimamenn í Leverkusen voru sterkari aðilinn. Þeir tóku loks forystuna á 66. mínútu þegar Martin Terrier skoraði og bætti Robert Andrich marki við sex mínútum síðar.

Terrier skoraði fyrra markið með sporðdrekaskoti. Sjáðu markið.

Ísaki var skipt inn á völlinn á 80. mínútu en Köln tókst ekki að minnka muninn svo lokatölur urðu 2-0.

Leverkusen er í fjórða sæti þýsku deildarinnar, með 26 stig eftir 14 umferðir. Köln er um miðja deild með 16 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
7 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
10 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner