Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 14. janúar 2022 17:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo hringdi FH, mér leist vel á það og tók sénsinn"
Máni Austmann
Máni Austmann
Mynd: FH
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Máni og Vuk saman í Leikni - Sólon Breki fylgir með!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson gekk í vikunni í raðir FH frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. Máni, sem er 23 ára kantmaður, er uppalinn í Stjörnunni en fór ungur út til Kaupmannahafnar og lék með unglingaliðum FCK.

Hann ræddi um félagaskiptin við Fótbolta.net í dag. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Sjá einnig:
Yfirgaf FCK en var ekki tilbúinn - Fann sig loksins hjá Leikni

„Það er frábært að vera kominn í FH, stór klúbbur, vinningshefð og ég hlakka ógeðslega til tímans með FH. Þetta tók stuttan tíma, fékk símtal frá Davíð [Þór Viðarssyni] og Óla [Ólafi Jóhannessyni], mér leist strax vel á þetta og ákvað að taka sénsinn og kýla á þetta," sagði Máni.

„Ég var í samningsviðræðum við Leikni, það gekk allt í lagi en ég var ekki alveg sáttur og ætlaði að ná samkomulagi um samning. Svo hringdi FH, mér leist vel á það og ég tók sénsinn."

„Það kom mér smá á óvart að FH hafði samband. Ég veit að ég er góður leikmaður og spilaði vel í sumar en mörkin komu ekki eins og allir vita. Svo hringir FH sem er risaklúbbur og mér leist vel á það. Þetta er frábær klúbbur, aðstaðan er frábær, leikmennirnir eru frábærir og þjálfararnir líka. Þannig það er allt frábært þarna. Samtölin við þjálfarana hafa verið góð. Óli og Bjössi eru mjög skemmtilegir."


Þú hittir fyrir Vuk Oskar Dimitrijevic sem þú varst með hjá Leikni. Hvernig tók hann í að þú værir mættur í FH? „Hann tók þessu mjög vel, hann er mjög skemmtilegur en líka svo steiktur - hann er frábær."

„Það var kannski ekki erfitt að fara frá Leikni en ég á frábæra vini þarna, var þar í tvö ár og eignaðist marga mjög góða vini. Ég talaði við þá alla þegar ég var búinn að taka ákvörðun og þeir voru bara ánægðir fyrir mína hönd."


Máni lenti í bílslysi síðasta haust og var frá í nokkrar vikur. Hann er búinn að spila æfingaleiki með Leikni svo standið á honum er fínt og hann segir skrokkinn vera góðan.

Samkeppnin hjá FH, hún er talsvert meiri en hjá Leikni. „Ég hlakka bara til, þetta eru ótrúlega góðir leikmenn í minni stöðu. Þegar ég fæ sénsinn þá verð ég að grípa hann og ég þarf að læra af þeim. Ég hlakka til að gera það, þetta eru frábærir leikmenn. Já, ég hef fulla trú á því að ég geti unnið mér sæti í byrjunarliðinu," sagði Máni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner