Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   lau 14. janúar 2023 16:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Brighton valtaði yfir Liverpool - Wolves upp úr fallsæti
Welbeck skoraði fyrir Brighton
Welbeck skoraði fyrir Brighton
Mynd: EPA
Brighton gersamlega gekk frá Liverpool á heimavelli sínum í dag en eftir markalausan fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttir.

Þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik fengu leikmenn Brighton tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Solly March eftir sofanda hátt í vörn Liverpool en Kaoru Mitoma átti sendinguna á March en Mitoma hafði verið líflegur í fyrri hálfleik.

Örfáum mínútum síðar bætti March við öðru marki Brighton og öðru marki sínu.

Brighton var með öll völd á vellinum en Liverpool átti aðeins eina tilraun á markið í leiknum. Undir lok leiksins gulltryggði Danny Welbeck 3-0 sigur Brighton.

Everton og Southampton áttust við í sex stiga leik en Everton komst yfir þegar Amadou Onana skallaði boltann í netið. James Ward-Prowse jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks og kom liðinu yfir þegar skammt var til leiksloka.

Wolves og West Ham mættust einnig í botnbaráttuslag þar sem Wolves hafði betur. West Ham, Everton og Southampton eru öll með jafn mörg stig í þremur neðstu sætunum. Wolves fór upp úr fallsæti upp í 16. sæti.

Þá vann Nottingham Forest sigur á Leicester en þetta var annar sigur liðsins í röð í deildinni og er liðið komið upp fyrir Leicester í 13. sæti.

Brighton 3 - 0 Liverpool
1-0 Solly March ('47 )
2-0 Solly March ('53 )
3-0 Danny Welbeck ('81 )

Everton 1 - 2 Southampton
1-0 Amadou Mvom Onana ('39 )
1-1 James Ward-Prowse ('46 )
1-2 James Ward-Prowse ('78 )

Manchester Utd 2 - 1 Manchester City
0-1 Jack Grealish ('60 )
1-1 Bruno Fernandes ('78 )
2-1 Marcus Rashford ('82 )

Nott. Forest 2 - 0 Leicester City
1-0 Brennan Johnson ('56 )
2-0 Brennan Johnson ('85 )

Wolves 1 - 0 West Ham
1-0 Daniel Podence ('48 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner
banner