Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Karius samdi við Schalke út tímabilið (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Loris Karius, fyrrum markvörður Liverpool, hefur samið við þýska B-deildarfélagið Schalke út tímabilið.

Karius, sem er 31 árs, hefur verið án félags síðan samningur hans við Newcastle rann út síðasta sumar.

Schalke féll úr efstu deild 2023 og er í 13. sæti í B-deildinni

„Ég hef átt góð samtöl við stjórnarmenn Schalke og hlakka til að æfa með liðinu. Schalke er stórt félag með ástríðufulla stuðningsmenn," segir Karius.

Hann lék 49 leiki fyrir Liverpool milli 2016 og 2022, þar á meðal byrjaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018 þegar Liverpool tapaði fyrir Real Madrid.

Eftir að hafa verið hjá Besiktas og Union Berlín á lánssamningum þá gekk hann í raðir Newcastle á frjálsri sölu í september 2022. Hann lék þó aðeins tvo leiki fyrir félagið.

Karius mun keppa um markvarðarstöðuna hjá Schalke við Justin Heekeren.
Athugasemdir
banner
banner
banner