sun 14. febrúar 2021 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það hlýtur einhver að hafa verið sofandi"
Harry Maguire féll í teignum.
Harry Maguire féll í teignum.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Craig Pawson, dómari, benti á vítapunktinn þegar Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, féll í teignum í seinni hálfleik gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Pawson breytti hins vegar ákvörðuninni eftir að hafa skoðað atvikið í VAR-skjánum.

Maguire virtist vera rangstæður þegar aukaspyrna var tekin inn á teiginn en þeir í VAR-herberginu virtust ekki einbeita sér mikið að því. Brotið var aðeins skoðað, eða þannig leit það alla vega út fyrir sjónvarpsáhorfendur.



Pawson ákvað að dæma ekki víti eftir að hafa skoðað atvikið og virðist hann hafa metið það þannig að þetta var ekki brot. Ole Gunnar Solskjær, stjóra Man Utd, fannst þetta klárt brot.

„Ég held samt að Harry sé rangstæður þegar Bruno Fernandes sendir boltann. Það hlýtur einhver að hafa verið sofandi," sagði Solskjær en honum finnst stöðugleikinn í dómgæslunni á Englandi alls ekki mikill.

Smelltu hérna til að sjá myndband af atvikinu.

Sjá einnig:
Solskjær: Sem fyrrum sóknarmaður myndi ég segja að þetta sé mark
Athugasemdir
banner
banner
banner