Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Garnacho eru komnar langt
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að samningsviðræður Manchester United við ungstirnið Alejandro Garnacho eru langt á veg komnar.


Garnacho er 18 ára kantmaður frá Argentínu sem þykir bráðefnilegur og hefur verið að færa sig nær og nær byrjunarliði Rauðu djöflanna að undanförnu.

Man Utd er búið að senda nýtt samningstilboð til umboðsmanna Garnacho þar sem helstu atriði sem á eftir að semja um eru ímyndarréttur og samningslengd.

Núverandi samningur Garnacho við Man Utd rennur út sumarið 2024 en félagið hefur möguleika á að framlengja um eitt ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner