De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 14. mars 2023 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður að hafa farið til Eyja - „Kom mér á óvart hvað það er haldið vel utan um þetta"
Sverrir Páll Hjaltested
Sverrir Páll Hjaltested
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sverrir Páll Hjaltested, leikmaður ÍBV, er ánægður með dvöl sína hjá félaginu til þessa en hann fagnaði 3-2 sigri á Breiðabliki í A-deild Lengjubikarsins í kvöld og er liðið nú komið í undanúrslit eftir að hafa unnið riðil sinn með fullt hús stiga.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Víkingurinn kom til Eyjamanna frá Kórdrengjum í byrjun ársins og hefur byrjað vel á undirbúningstímabilinu.

Hann segir frábært að vera kominn til Eyja og er þá sérstaklega ánægður með umgjörðina.

„Mér líður bara mjög vel sérstaklega þar sem það er búið að vera mjög mikið álag á okkur síðan við komum úr æfingaferðinni,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Er engin þreyta í hópnum?

„Jújú, það er bara partur af þessu. Við komum 3 um nótt einn daginn svo leikur daginn eftir og tveir dagar á milli. Það er búið að rúlla þannig síðustu fjóra leiki.“

Eyjamenn voru öflugir á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. Pressuðu vel og sköpuðu sér góð færi. Liðið hefur verið að spila vel í Lengjubikarnum og fagnar hann því að eiga heimaleikinn í undanúrslitum.

„Mér fannst það ganga mjög vel hjá okkur. Við vissum að þeir væru að fara vera meira með boltann en við vorum ekki síðri og vorum betri í dag. Við unnum,“

„Það munar öllu. Við eigum heimaleikinn og þurfum ekki að ferðast norður. Ég myndi halda það (að spila undanúrslitin í Reykjavík), ekki spyrja mig.“


Umgjörðin kom honum á óvart

Umgjörðin hjá ÍBV kom Sverri á óvart og þá segir hann frá símtalinu frá Hermanni Hreiðarssyni, þjálfari liðsins.

„Geggjaðir. Það er búið að koma mér á óvart hvað það er vel haldið utan um þetta og allt geggjað í kringum ÍBV finnst mér. Það er æft mikið.“

„Ég fékk símtal frá Hemma og eftir að ég talaði við hann var no turning back. Nei, mér fannst það betra. Maður nær að fókusera enn meira og allt snýst 100 prósent um fótbolta.“

„Við erum búnir að vera sex á æfingum stundum og að hámarki tólf þegar allir strákarnir úr bænum koma. Maður er ekkert að væla yfir því. Það er æft tvisvar á dag þegar maður getur og áfram gakk. Mér finnst við vera með geggjað lið.“

„Ég er búinn að flakka í bænum og Eyjum, en þegar maður er Í Eyjum er það bara æfing 11 og æfing 18. Tvær æfingar á dag og eitthvað sem mér líst mjög vel á því þú ert í 100 prósent fókus og ekkert að trufla þig.“


Leikstíll Eyjamanna hentar honum vel og þá er hann hrifinn af Filip Valencic, sem var besti leikmaður finnsku deildarinnar 2017 og 2019.

„Mjög vel. Hentar vel fyrir mig. Counter-attack leikstíll og mér finnst gaman að spila þannig. Hvort það sé gaman eða ekki, maður gerir þetta og hefur gert lengi.

„Já og við getum spilað mismunandi leikkerfi. Hann getur gert fullt við okkur strákana. Við erum allir klárir að spila.“

„Hann er mjög góður fótboltamaður. Ég held að við eigum eftir að tengja betur og betur saman með tímanum. Hann er búinn að koma mér á óvart hversu góður fótboltamaður hann er. Hann þarf bara aðeins að koma sér í betra stand og þá smellur þetta allt saman hjá okkur.“


Það skemmir ekki fyrir að kærasta Sverris, Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz, skipti yfir í ÍBV úr Breiðabliki og verða þau því saman í Eyjum í sumar.

„Það hlýtur að vera. Það er mjög góður plús og gæti ekki verið ánægðari með það.“

Sverrir segir að allir vegir séu færir fyrir liðið á komandi tímabili.

„Við getum stefnt eins hátt og hægt er að stefna. Mér finnst allt annað skrítið að gera og ef við erum allir á sömu blaðsíðu þá held ég að við verðum helvíti góðir í sumar,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner