Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 14. mars 2023 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður að hafa farið til Eyja - „Kom mér á óvart hvað það er haldið vel utan um þetta"
Sverrir Páll Hjaltested
Sverrir Páll Hjaltested
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sverrir Páll Hjaltested, leikmaður ÍBV, er ánægður með dvöl sína hjá félaginu til þessa en hann fagnaði 3-2 sigri á Breiðabliki í A-deild Lengjubikarsins í kvöld og er liðið nú komið í undanúrslit eftir að hafa unnið riðil sinn með fullt hús stiga.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Víkingurinn kom til Eyjamanna frá Kórdrengjum í byrjun ársins og hefur byrjað vel á undirbúningstímabilinu.

Hann segir frábært að vera kominn til Eyja og er þá sérstaklega ánægður með umgjörðina.

„Mér líður bara mjög vel sérstaklega þar sem það er búið að vera mjög mikið álag á okkur síðan við komum úr æfingaferðinni,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Er engin þreyta í hópnum?

„Jújú, það er bara partur af þessu. Við komum 3 um nótt einn daginn svo leikur daginn eftir og tveir dagar á milli. Það er búið að rúlla þannig síðustu fjóra leiki.“

Eyjamenn voru öflugir á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. Pressuðu vel og sköpuðu sér góð færi. Liðið hefur verið að spila vel í Lengjubikarnum og fagnar hann því að eiga heimaleikinn í undanúrslitum.

„Mér fannst það ganga mjög vel hjá okkur. Við vissum að þeir væru að fara vera meira með boltann en við vorum ekki síðri og vorum betri í dag. Við unnum,“

„Það munar öllu. Við eigum heimaleikinn og þurfum ekki að ferðast norður. Ég myndi halda það (að spila undanúrslitin í Reykjavík), ekki spyrja mig.“


Umgjörðin kom honum á óvart

Umgjörðin hjá ÍBV kom Sverri á óvart og þá segir hann frá símtalinu frá Hermanni Hreiðarssyni, þjálfari liðsins.

„Geggjaðir. Það er búið að koma mér á óvart hvað það er vel haldið utan um þetta og allt geggjað í kringum ÍBV finnst mér. Það er æft mikið.“

„Ég fékk símtal frá Hemma og eftir að ég talaði við hann var no turning back. Nei, mér fannst það betra. Maður nær að fókusera enn meira og allt snýst 100 prósent um fótbolta.“

„Við erum búnir að vera sex á æfingum stundum og að hámarki tólf þegar allir strákarnir úr bænum koma. Maður er ekkert að væla yfir því. Það er æft tvisvar á dag þegar maður getur og áfram gakk. Mér finnst við vera með geggjað lið.“

„Ég er búinn að flakka í bænum og Eyjum, en þegar maður er Í Eyjum er það bara æfing 11 og æfing 18. Tvær æfingar á dag og eitthvað sem mér líst mjög vel á því þú ert í 100 prósent fókus og ekkert að trufla þig.“


Leikstíll Eyjamanna hentar honum vel og þá er hann hrifinn af Filip Valencic, sem var besti leikmaður finnsku deildarinnar 2017 og 2019.

„Mjög vel. Hentar vel fyrir mig. Counter-attack leikstíll og mér finnst gaman að spila þannig. Hvort það sé gaman eða ekki, maður gerir þetta og hefur gert lengi.

„Já og við getum spilað mismunandi leikkerfi. Hann getur gert fullt við okkur strákana. Við erum allir klárir að spila.“

„Hann er mjög góður fótboltamaður. Ég held að við eigum eftir að tengja betur og betur saman með tímanum. Hann er búinn að koma mér á óvart hversu góður fótboltamaður hann er. Hann þarf bara aðeins að koma sér í betra stand og þá smellur þetta allt saman hjá okkur.“


Það skemmir ekki fyrir að kærasta Sverris, Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz, skipti yfir í ÍBV úr Breiðabliki og verða þau því saman í Eyjum í sumar.

„Það hlýtur að vera. Það er mjög góður plús og gæti ekki verið ánægðari með það.“

Sverrir segir að allir vegir séu færir fyrir liðið á komandi tímabili.

„Við getum stefnt eins hátt og hægt er að stefna. Mér finnst allt annað skrítið að gera og ef við erum allir á sömu blaðsíðu þá held ég að við verðum helvíti góðir í sumar,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner