Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   fös 14. mars 2025 21:49
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Ég er mjög ánægður með að hafa unnið. Mér fannst fyrri hálfleikur ekkert sérstakur hjá okkur en seinni hálfleikur mjög góður. Við sköpuðum mikið af færum og stálum þessu svolítið í lokin, í mjög jöfnum leik. Gott að vinna."

Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili en KR var fjórða Bestu deildar liðið sem Fylkir spilar við í Lengjubikarnum. Það er því mikið styrkleikamerki fyrir þá að komast svona langt, gegn sterkum andstæðingum.

„Við töluðum um það strax þegar ég tók við, að við ætluðum að halda Bestu deildar standard. Við gerum það með því að spila á móti þessum liðum, standa í þeim og vinna þau. Þannig ég er bara mjög ánægður með þetta."

Hinn undanúrslitaleikurinn verður á þriðjudaginn þar sem Valur og ÍR munu mætast. Árni stýrði ÍR á síðasta tímabili, því væri mjög áhugavert ef liðið myndu mætast í úrslitaleiknum.

„Ætli ég þurfi ekki að segja að ég haldi alltaf með þeim nema á móti okkur í sumar. Það verður bara gaman að spila við Jóa og ÍR-ingana. Ég vona að þeir vinni."

Viðbrögðin frá stuðningsmönnum ÍR voru ekkert sérstaklega hlý í garð Árna þegar hann fór frá félaginu. Það er líklegt að hann fái áhugaverðar móttökur þegar Fylkir mætir ÍR næst.

„Það verður örugglega einhver smá læti, en þetta hlýtur að jafna sig einhvertíman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner