Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fös 14. mars 2025 21:49
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Ég er mjög ánægður með að hafa unnið. Mér fannst fyrri hálfleikur ekkert sérstakur hjá okkur en seinni hálfleikur mjög góður. Við sköpuðum mikið af færum og stálum þessu svolítið í lokin, í mjög jöfnum leik. Gott að vinna."

Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili en KR var fjórða Bestu deildar liðið sem Fylkir spilar við í Lengjubikarnum. Það er því mikið styrkleikamerki fyrir þá að komast svona langt, gegn sterkum andstæðingum.

„Við töluðum um það strax þegar ég tók við, að við ætluðum að halda Bestu deildar standard. Við gerum það með því að spila á móti þessum liðum, standa í þeim og vinna þau. Þannig ég er bara mjög ánægður með þetta."

Hinn undanúrslitaleikurinn verður á þriðjudaginn þar sem Valur og ÍR munu mætast. Árni stýrði ÍR á síðasta tímabili, því væri mjög áhugavert ef liðið myndu mætast í úrslitaleiknum.

„Ætli ég þurfi ekki að segja að ég haldi alltaf með þeim nema á móti okkur í sumar. Það verður bara gaman að spila við Jóa og ÍR-ingana. Ég vona að þeir vinni."

Viðbrögðin frá stuðningsmönnum ÍR voru ekkert sérstaklega hlý í garð Árna þegar hann fór frá félaginu. Það er líklegt að hann fái áhugaverðar móttökur þegar Fylkir mætir ÍR næst.

„Það verður örugglega einhver smá læti, en þetta hlýtur að jafna sig einhvertíman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir