Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 14. mars 2025 21:49
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Ég er mjög ánægður með að hafa unnið. Mér fannst fyrri hálfleikur ekkert sérstakur hjá okkur en seinni hálfleikur mjög góður. Við sköpuðum mikið af færum og stálum þessu svolítið í lokin, í mjög jöfnum leik. Gott að vinna."

Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili en KR var fjórða Bestu deildar liðið sem Fylkir spilar við í Lengjubikarnum. Það er því mikið styrkleikamerki fyrir þá að komast svona langt, gegn sterkum andstæðingum.

„Við töluðum um það strax þegar ég tók við, að við ætluðum að halda Bestu deildar standard. Við gerum það með því að spila á móti þessum liðum, standa í þeim og vinna þau. Þannig ég er bara mjög ánægður með þetta."

Hinn undanúrslitaleikurinn verður á þriðjudaginn þar sem Valur og ÍR munu mætast. Árni stýrði ÍR á síðasta tímabili, því væri mjög áhugavert ef liðið myndu mætast í úrslitaleiknum.

„Ætli ég þurfi ekki að segja að ég haldi alltaf með þeim nema á móti okkur í sumar. Það verður bara gaman að spila við Jóa og ÍR-ingana. Ég vona að þeir vinni."

Viðbrögðin frá stuðningsmönnum ÍR voru ekkert sérstaklega hlý í garð Árna þegar hann fór frá félaginu. Það er líklegt að hann fái áhugaverðar móttökur þegar Fylkir mætir ÍR næst.

„Það verður örugglega einhver smá læti, en þetta hlýtur að jafna sig einhvertíman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner