Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fös 14. mars 2025 21:49
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann KR 2-1 í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Ég er mjög ánægður með að hafa unnið. Mér fannst fyrri hálfleikur ekkert sérstakur hjá okkur en seinni hálfleikur mjög góður. Við sköpuðum mikið af færum og stálum þessu svolítið í lokin, í mjög jöfnum leik. Gott að vinna."

Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili en KR var fjórða Bestu deildar liðið sem Fylkir spilar við í Lengjubikarnum. Það er því mikið styrkleikamerki fyrir þá að komast svona langt, gegn sterkum andstæðingum.

„Við töluðum um það strax þegar ég tók við, að við ætluðum að halda Bestu deildar standard. Við gerum það með því að spila á móti þessum liðum, standa í þeim og vinna þau. Þannig ég er bara mjög ánægður með þetta."

Hinn undanúrslitaleikurinn verður á þriðjudaginn þar sem Valur og ÍR munu mætast. Árni stýrði ÍR á síðasta tímabili, því væri mjög áhugavert ef liðið myndu mætast í úrslitaleiknum.

„Ætli ég þurfi ekki að segja að ég haldi alltaf með þeim nema á móti okkur í sumar. Það verður bara gaman að spila við Jóa og ÍR-ingana. Ég vona að þeir vinni."

Viðbrögðin frá stuðningsmönnum ÍR voru ekkert sérstaklega hlý í garð Árna þegar hann fór frá félaginu. Það er líklegt að hann fái áhugaverðar móttökur þegar Fylkir mætir ÍR næst.

„Það verður örugglega einhver smá læti, en þetta hlýtur að jafna sig einhvertíman."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir