Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marcel Römer í KA (Staðfest)
Mynd: KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tilkynnti í dag að danski miðjumaðurinn Marcel Römer væri genginn í raðir félagsins. Fótbolti.net greindi frá viðræðunum við Römer í síðustu viku.

Römer er 33 ára sem kemur til KA frá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni en þar var hann fyrirliði.

„Það er ljóst að það er mikil styrking að fá Rømer í lið okkar en hann hefur leikið rúmlega 250 leiki í efstu deild í Danmörku og hefur verið leiðtogi í sterku liði Lyngby," segir í tilkynningu KA.

Römer getur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður eða sem miðvörður. Hann hefur á sínum ferli leikið með HB Köge, Viborg, SönderjyskE og svo með Lyngby frá árinu 2019.

Hann lék á sínum tíma átta leiki með yngri landsliðum Danmerkur og gerði í þeim leikjum eitt mark.

„Við erum virkilega spennt fyrir komu Rømers hingað norður og ljóst að hann mun bæði styrkja liðið sem og færa mikilvæga reynslu inn í hópinn en spennandi verkefni eru framundan en bikarmeistarar KA leika í Evrópukeppni í sumar og þá hefur KA leik í Mjólkurbikarnum á föstudaginn þegar KFA mætir norður á Greifavöllinn."

KA er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni.

Komnir
Jóan Símun Edmundsson frá N-Makedóníu
Marcel Römer frá Lyngby
Jonathan Rasheed frá Svíþjóð (frá út tímabilið)
William Tönning frá Svíþjóð
Guðjón Ernir Hrafnkelsson frá ÍBV
Ingimar Torbjörnsson Stöle frá FH (var á láni)
Bjarki Fannar Helgason keyptur frá Hetti/Hugin (lánaður til baka)

Farnir
Daníel Hafsteinsson í Víking
Sveinn Margeir Hauksson í Víking
Elfar Árni Aðalsteinsson í Völsung
Harley Willard á Selfoss
Kristijan Jajalo til Austurríkis
Darko Bulatovic til Svartfjallalands
Athugasemdir
banner
banner