Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 14. apríl 2025 22:14
Haraldur Örn Haraldsson
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals betur þekktur sem Túfa var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 3-3 jafntefli við KR. Valur fékk á sig víti seint í uppbótartíma sem KR skoraði úr og þar af leiðandi missti Valur sigurinn þar.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Mér líður ekki vel. Þetta var sigur sem var í okkar höndum, þrjú stig sem við áttum bara skilið miðað við frammistöðu og miðað við kjörstöður sem við fengum nokkrum sinnum í leiknum. Sérstaklega þar sem þú vinnur ekki leik þegar þú gerir svona stór mistök á 99. mínútu."

KR-ingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir í leiknum. Valsmenn uxu síðar inn í leikinn og úr varð þessi frábæri leikur.

„KR-ingar hafa verið að byrja sína leiki af fullum krafti undanfarið og við höfðum talað um þetta. Þeir koma grimmari til leiks og ná marki frekar snemma. Mér finnst við í nokkur skipti vanta aðeins betri sendingu til að skora mörk. Við unnum pressuna hátt upp á velli nokkrum sinnum þar sem við áttum að refsa þeim hressilega. Þannig mér finnst svona heilt yfir við vera betri aðilinn í leiknum og eins og ég sagði áðan í kjörstöðu til að skora, Lúkas fær líka dauðafæri til að skora fjórða markið og afgreiða leikinn. En ég er svekktur að ná bara einu stigi úr leiknum."

Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals fór í grófa tæklingu sem margir KR-ingar vildu sjá rautt spjald fyrir. Túfa segist ekki hafa séð það atvik aftur en hann er hinsvegar pirraður út í dómarana útaf öðru atviki.

„Betri spurningin er af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er bara vel fyrir utan teiginn? Á 100. mínútu þegar það er bara búið að bæta sex mínútum við. Það er meiri mistök held ég." Segir Túfa en hann segist hafa séð atvikið aftur og er handviss um að þetta hafi verið fyrir utan teiginn.

„Það er brot hjá Hólmari, en hann er vel fyrir utan teiginn. Í rauninni er þetta stór mistök sem hefur áhrif á úrslitin, því miður. Við tökum bara þetta á kassan og höldum áfram. Við tökum bara allt gott úr leiknum í dag sem var mjög margt á móti góðu KR liði og við byggjum ofan á það fyrir næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner