Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júní 2022 10:12
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Víkingar mæta Malmö ef þeir vinna umspilið
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings, stýrir Malmö.
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings, stýrir Malmö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað hefur verið um þá mætir Víkingur liði Levadia Tallinn frá Eistlandi í undanúrslitum umspilsins fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar 21. júní.

Sigurliðið leikur svo til úrslita þremur dögum síðar við lið frá San Marínó eða Andorra um sæti í forkeppninni. Umspilið fer fram á Víkingsvelli.

Nú rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og þá kom í ljós hverjum Víkingar munu mæta ef þeir vinna umspilið.

Þeir fengu erfiðasta mögulega dráttinn og munu mæta sænska stórliðinu Malmö. Þjálfari sænska meistaraliðsins er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga.

Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt mæta KÍ Klaksvík frá Færeyjum.

Ef Víkingar vinna ekki komandi umspil fara þeir inn í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið verður í hana síðar. Ef Víkingar falla út í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar færast þeir einnig niður í Sambandsdeildina.



Athugasemdir
banner