Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 14. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ósk Breiðabliks um leyfi til að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar hafnað
,,Ekki nægilega skýrt að okkar mati''
Sowe í leiknum gegn Leikni
Sowe í leiknum gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik óskaði eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í síðustu viku. Þetta staðfesti Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Niðurstaða nefndarinnar var að dæma skyldi Omar Sowe, leikmann Breiðabliks, í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Nefndin nýtti sér myndbandsupptöku af atvikinu til að komast að niðurstöðunni.

„Kjarni málsins er að reglugerð KSÍ varðandi þessi mál var breytt í fyrra. Okkur fannst mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt. Þetta er ekki nægilega skýrt að okkar mati og þess vegna ákváðum við að láta á það reyna að óska eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. En því var hafnað, við fengum það svar í dag," sagði Eysteinn.

„Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk."

Voruðu með þessari ósk að vonast eftir því að banninu yrði breytt?

„Við vorum frekar að láta reyna á það að fá svör við því hvernig og hvenær á að notast við myndbandsupptökur. Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út."

„Það er ekkert endilega sami búnaður á öllum völlum alltaf og hvenær á að nota upptökur og hvenær ekki? Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,"
sagði Eysteinn.

Úr fyrri frétt Fótbolta.net:
Aga- og úrskurðarnefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sáu ekki í leik og brugðust því ekki við. Framkvæmdastjóri sambandsins sendi nefndinni erindi og stuðst var við myndbandsupptöku áður en Sowe var dæmdur í bannið.

„Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð," segir í úrskurðinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner