Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 14. júlí 2022 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Gylfi var mættur á leikinn
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var mættur á Akademíuleikvanginn í Manchester í dag og sá þar Ísland spila við Ítalíu á Evrópumóti kvenna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gylfi sést opinberlega eftir að hann var handtekinn í fyrra.

Lestu um leikinn: Ítalía 1 -  1 Ísland

Gylfi spilaði ekkert fótbolta á síðustu leiktíð þar sem hann var handtekinn í fyrra grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Enn er í gangi rannsókn á málinu og situr Gylfi í farbanni á meðan.

Hann gat hins vegar mætt á leikinn í dag og sá þar frænku sína, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, skora frábært mark fyrir Ísland.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og er Ísland með tvö stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner