Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   fim 14. júlí 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Óskar Hrafn: Santa Coloma betri en Íslendingar gefa þeim 'credit' fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Síðari leikur Breiðabliks og UE Santa Coloma frá Andorra í Sambandsdeildinni fer fram í kvöld á Kópavogsvelli.


Blikar fóru með 1-0 sigur af hólmi fyrir viku síðan í Andorra svo liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn í kvöld.

Fyrirfram mætti telja að Blikar ættu að sigra lið frá Andorra nokkuð örugglega en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari liðsins fer varlega í yfirlýsingar.

„Við reynum að spila eins vel og við getum. Við vitum það að þetta andorska lið er sýnd veiði en ekki gefin, ég held að þeir séu betri en margir Íslendingar gefi þeim 'credit' fyrir," sagði Óskar í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi.

Hann bendir á að það er mikil og hröð uppbygging í gangi hjá liðinu.

„Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim. Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði, það voru tveir á síðasta tímabili. Þeir hafa sett mikla peninga í þetta."

Þeir eru með fínt lið, góða fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss geta þeir sært okkur. Við þurfum að sjá til þess að þeir fái ekki tíma og pláss og það gerist bara með því að mæta klárir til leiks og leggja okkur fram."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner