Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 14. júlí 2022 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Verðskuldaður sigur Blika - Mæta Buducnost frá Svartfjallalandi
Andri Rafn Yeoman komst á blað gegn Coloma!
Andri Rafn Yeoman komst á blað gegn Coloma!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði og lagði upp í leiknum
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði og lagði upp í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 1 Santa Coloma (Samanlagt 5-1)
0-1 Joel Paredes ('30 )
1-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('45 )
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('50 , víti)
3-1 Andri Rafn Yeoman ('64 )
4-1 Kristinn Steindórsson ('66 )
Rautt spjald: Tiago Portuga, Santa Coloma ('49) Lestu um leikinn

Breiðablik er komið áfram í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á Santa Coloma frá Andorra á Kópavogsvellinum í kvöld, en Blikar fara samanlagt áfram, 5-1. Liðið mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð.

Blikar unnu útileikinn með einu marki gegn engu, þar sem liðið átti ekki sinn besta leik.

Liðið lenti í óþægilegum aðstæðum eftir hálftímaleik í kvöld er Joel Paredes skoraði stórkostlegt mark af 35 metra færi. Anton Ari EInarsson, markvörður Blikar, stóð framarlega og nýtti Paredes sér það og staðan 1-0 yfir gestina.

Blikar voru ekki með nægilega mikla einbeitingu þegar það kom að ákvörðunum í færunum en náðu þó að jafna undir lok fyrri hálfleiks og mikilvægt var það, en það var auðvitað Ísak Snær Þorvaldsson sem gerði það eftir fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Þegar rúmar þrjár mínútur voru búnar af þeim síðari fengu Blikar vítaspyrnu og var þá Tiago Portuga, leikmaður Coloma rekinn af velli fyrir að verja boltann á línu með hendinni. Höskuldur skoraði svo úr vítinu.

Blikar gengu á lagið í kjölfarið og fengu tvo góð færi áður en Andri Rafn Yeoman af öllum mönnum gerði þriðja markið með góðu skoti á nærstöng. Dagur Dan Þórhallsson átti sendingu sem Kristinn Steindórsson lét fara á Andra og kláraði hann færið af yfirvegun.

Kristinn var svo næstur í röðinni. Eftir darraðadans í teig andstæðinganna barst boltinn til hans og átti hann lúmskt skot sem markvörður Coloma varði í netið.

Damir Muminovic fékk fínasta skallafæri eftir hornspyrnu á 82. mínútu en skallinn fór framhjá markinu.

Blikar fara sáttir úr þessu einvígi. Lokatölur í kvöld, 4-1, samanlagt 5-1 og mæta Blikar næst Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Buducnot vann Llapi frá Kósóvó samanlagt, 4-2. Leikirnir fara fram þann 21. og 28. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner